Tuesday, July 16, 2013

Hvers vegna og afhverju...

Það er komið að því! Loksins! Nú á að breyta lífsstílnum í eitt skipti fyrir öll. Undanfarin ár hef ég borðað það sem ég vil og uppskeran er eftir því; alltof mörg kg á miðað við stærð konunnar. Þessi kona er sem sagt á góðri leið með að verða meiri á þverveginn heldur á hinn veginn og það er ekki gott mál.

Ég er búin að prufa í gegnum ævina hina ýmsu megrunarkúra. Sumir hafa virkað og aðrir ekki. Í heildina má segja að þeir hafi ekki virkað. Þegar ég skoðaði með hjálp einkaþjálfa mánaðarlega inntöku þá kom í ljós að ég er borða skelfilega mikið af kolvetnum. Brauð og meira brauð og svo soldið meira brauð á kvöldin. Fyrir tveimur vikum rakst ég á upplýsingar um LKL lífstílinn þar sem inntaka kolvetna er í lágmarki. Eftir að hafa legið yfir þessu í tvo daga, rauk ég út og keypti bókina "Lágkolvetna lífstílinn" eftir Gunnar Má Sigfússon http://www.forlagid.is/?p=619627 .

Og þá er bara að byrja. Nú eru tvær vikur búnar og ég er búin að léttast um tvö kg. Í heildina ætla ég að losna við 20 kg og ég ætla ekki að fá þau aftur. Nú er bara að halda sig við efnið og breyta stílnum. Ég er búin að henda út brauði, pasta, nammi, hveiti, sykri, pasta. Þetta er allt matur sem ég elska þannig að þetta kemur ekki til með að vera neitt pís of keik.