LKL er lágkolvetna lífsstíll. Og eins og liggur í orðunum þá er ætlunin að takmarka inntöku kolvetna eins og hægt er. Miðað er við að fyrstu vikurnar eigi kolvetnin að vera 20-30 gr af heildarinntöku fæðu yfir daginn. Þegar fólk er síðan búið að ná tökum á mataræðinu þá er hægt að bæta inn kolvetnum eins og td brauðum annað slagið.
Það sem má borða:
- Kjöt: Nautakjöt, svínakjöt, kjúklingur, lambakjöt. Allt í lagi að borða fituna af kjötinu og húðina af kjúklingum
- Fiskur og skelfiskur: Allur fiskur en þó mælt með fituríkum fiski eins og t.d. laxi, makríl og síld. Forðast rasp.
- Egg; soðin spæld, hrærð, eggjakökur; um að gera að borða egg á hverjum degi
- Náttúruleg fita og feitar sósur: Sérstaklega er mælt með því að nota smjör við matargerðina, einnig að nota kókosoliu og ólífuolíu. Feitar sósur eins og t.d. Bearnaise og Hollandaise eru í góðu lagi.
- Allt grænmeti sem vex ofanjarðar.
- Mjólkurvörur: Muna að velja fituríkar.Smjör, rjómi, sýrður rjómi og feitir ostar. Forðast mjólk og undanrennu því þær eru kolvetnaríkar. Muna að forðast sykurbættar mjólurvörur.
- Hnetur: Má borða í stað sælgætis, gæta þó hófs
- Ber: Gott að fá kolvetni úr berjum, t.d. jarðarberjum og bláberjum (upplagt að borða með þeyttum rjóma).
No comments:
Post a Comment